Venture North  er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í SUP – Stand Up Paddleboarding.

Fyrirtækið var stofnað af mér, Sigríði Ýri Unnarsdóttur til þess að deila ástríðu minni fyrir róðri, útivist og skemmtun með sem flestum – og vera fyrst til að kenna SUP á Norðurlandi.

Ég hef verið í ævintýrabransanum um árabil, er að mennt Tómstunda- og félagsmálafræðingur að mennt ásamt því að vera menntuð í Jöklaleiðsögn, Sjúkraflutningum (2020) og með kennsluréttindi á Kayak, og auðvitað bæði SUP kennslu- og SUP Jóga.

Ég hef komið víða við á mínum ferli og elska ekkert meira en mannleg samskipti, útivist, áskoranir og skemmtun.

Hugmyndin að Venture Nort var valinn inn í Startup Tourism viðskiptahraðalinn haustið 2018 sem var mikil viðurkennig og lyftistöng fyrir Venture North sem óx og dafnaði fram á vor 2019 þegar fyrsta ferðin var farin með hópi spenntra heimamanna.

Vegferðin hefur gengið vonum framar og hafa ferðirnar fest sig í sessi og sett svip sinn á bæjarmyndina.

Auk skipulagðra ferða tekur Venture North að sér viðburðastjórnun, hópefli og hvataferðir af ýmsu tagi fyrir litla hópa og er aldrei að vita nema fleiri afþreyingarmöguleikar bætist í flóruna.

Markmið Venture North eru að vera leiðandi í SUP kennslu á Íslandi sem byggð er á alþjóðlegum stöðlum og vinna með fagmennsku, öryggi og skemmtun að leiðarljósi í öllum okkar verkefnum.

Stefnan er að vera við sérþekkingu og byggja á góðum grunni til að tryggja faglegt, öruggt og síðast en ekki síst skemmtilegt umhverfi hjá Venture North í einu og öllu með áherslu á persónulega þjónustu. Viðskiptavinir eiga að gera einbeitt sér að því að hafa gaman – Venture North sér um allt hitt.

Hlakka til að róa með ykkur

Kv. Sigga

en_USEnglish