Hver er Sigga ?

Sigríður Ýr heiti ég og ég lifi fyrir ævintýri.
Ég stofnaði Venture North til að deila ástríðu minni fyrir útivist og ævintýrum hér á norðurlandi og kynna Stand Up Paddleboarding! Ævintýri eru mitt líf og yndi og hef ég um árabil starfað við ævintýraleiðsögn þar sem ég sérhæfði mig í að leiða ísklifurferðir og jöklagöngur, hellaferðir, hjóla- og róðraferðir. Ég fór í SUP kennaranám hjá Academy of SUP instructors í Hollandi vorið 2019 eftir að hafa kynnst SUP í Bandaríkjunum og róið bæði hérlendis og erlendis um árabil.
Ég tók í kjölfarið SUP Yogakennsluréttindin á Möltu stuttu síðar. Auk þess er ég menntuð Tómstunda og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands, AIMG Jöklaleiðsögukona (H1 og H2), Kayakleiðbeinandi og krakkajógakennari svo fátt eitt sé nefnt. Ég hef lagt í ýmis konar ævintýraleiðangra í gegn um tíðinna bæði hérlendis og erlendis og komst t.d. í Heimsmetabók Guinness fyrir leiðangur á barnamótorhjóli, gekk til liðs við sirkús í Rúmeníu og gekk í klaustur í Kazhakstan! - Stuttmynd um mig má sjá hér: https://vimeo.com/261158185 Núna er ég snúin aftur heim, með norðurlandið sem minn leikvöll og hlakka ég til að fá þig með mér í eftirminnilegt ævintýri !

Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband.

Umsagnir

Það er svo stórkostlegt að það skuli vera líf á Pollinum! Að ég og þú getum bara bókað róður hjá Siggu og séð bæinn frá þessu geggjaða sjónarhorni. Sigga kennir manni réttu handtökin svo maður er aldrei óöruggur, hún er hvetjandi og jákvæð og það er ómetanlegt fyrir samfélagið að fá svona liðsauka. Fór með staffið mitt og get ekki beðið eftir að bjóða fjölskyldunni líka.

María Pálsdóttir

Fór með 9 vinnufélögum í skemmtilega ferð. Sigga er frábær kennari og fær 10/10 í einkunn frá mér. fer pottþétt aftur...og aftur.

Sandra Ásgrímsdóttir

Fór í miðnætur SUB jóga hjá henni Siggu og vá hvað þetta var skemmtilegt. Fengum góða og faglega kennslu. Frábær upplifun sem ég get hiklaust mælt með! ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️

Sigrún Björg Aradóttir

is_ISIcelandic