Image Alt

Events

SUP Jóga & Fitness (1.5 klst )

Vilt þú prófa fljótandi jóga og fitness tíma undir berum himni ?

Í SUP Jóga og Fitness tíma á Pollinum á Akureyri  byrjum við á léttri upphitun í landi og förum svo út á sjó og tökum þar jafnvægis- og styrktaræfingar innblástnar af Jóga á brettunum. Hver og einn tími er einstakur þar sem við erum að vinna með umhverfið hverju sinni og fer útfærsla hvers tíma eftir veðri og straumum.

Innifalið er afnot af öllum búnaði (bretti, ár, þurrgalla og blautskóm)

Mættu tímanlega – í hlýjum og mjúkum fatnaði og m. handklæði.

Engin fyrri reynsla er nauðsynleg og henta tímarnir bæði byrjendum jafnt sem lengra komnum, körlum og konum.

Fjöldi: 4 – 10 manns
Aldur: 14 ára og eldri
Verð: 5000 kr
en_USEnglish