Image Alt

Events

* NÝTT 2020 * SUP SKÓLI Venture North

Langar þig að kynnast róðrabrettunum betur og læra enn meira í skemmtilegu umhverfi?

SUP Skóli Venture North er fyrir þá sem vilja læra rétta tækni við róðurinn og öðlast meira öryggi á brettinu. SUP skólinn undirbýr þig fyrir að vera sjálfstæðari og geta róið á egin vegum á vötnum og innfjörðum.

SUP Skólinn samanstendur af bæði bóklegum hluta sem og verklegum þar sem viðförum yfir tæknilegu atriðin á landi og æfum okkur svo í sjó – bæði mismunandi stöður sem og róðratækni og beygjur. Rétt tækni gerir gæfumuninn og sér til þess að við beitum okkur rétt og fáum sem mest út úr róðrinum, líkamlega og andlega.

 

SUP skólinn hentar bæði þeim sem eiga- eða huga að því að kaupa sér eginn búnað en ekki síður fyrir þá sem vilja fá að kynnast þessu almennilega og fá leigðan búnað hjá Venture North.

 

Tilvalin gjöf handa þeim sem eiga allt – og hentar öllum sem vilja kynnast nýrri afþreyingu og fá góða hreyfingu í fallegri náttúru.

 

Loksins er komið að því að Venture North bjóði upp á SUP Skóla byggða á alþjóðlegum stöðlum ASI. Sigga ( Sigríður Ýr ) SUP kennari frá ASI hefur útbúið þetta ítarlega 6 klst námskeið þar sem farið er yfir öll undirstöðuatriðin í SUP róðri, hvað þarf að hafa í huga og hvernig við beitum okkur ásamt því að kynna helstu aðferðir til félagabjörgunar svo fátt eitt sé nefnt.
Námsefni byggir á stöðlum ASI en Sigga hefur staðfært það að hluta til fyrir íslenskar aðstæður og fer fram bæði í verklegum og bóklegum æfingum.
Sigga hefur áralanga reynslu af SUP róðri, er með alþjóðleg kennsluréttindi á SUP frá Academy of SUP Instructors í bæði vötnum og á sjó ásamt því að vera SUP jógakennari, Sjókayak-kennari og með Wilderness First Responder réttindi -svo fátt eitt sé nefnt.

SUP Skólinn verður haldin með tvenns konar sniði í sumar, bæði sem 2x  3 klst skipti  og sem „heilsdags“ – Yfirferðin og efni skólans er þó alveg það sama og hafa áhugasamir því kost á að velja það fyrirkomulag sem hentar best. Þáttökuskjal er afhent þeim sem ljúka SUP skólanum og býðst þáttakendurm SUP skólans þar að auki að leigja SUP búnað hjá Venture North gegn vægu gjaldi að loknu námskeiði á Pollinum á Akureyri.

 

Nánari upplýsingar með staðsetningu og verð munu koma á næstu dögum – Áhugasamir hafi samband hér á síðunni eða sendi póst á info@venturenorth.is

 

Hentar öllum 14 ára og eldri

 

Hlakka til að heyra frá ykkur – ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna. Kveðja Sigga SUP kennari

en_USEnglish