Langar þig að læra að róa á SUP bretti og fara í leiðinni í góðann róðrartúr um fjörðinn í kvöldsólinni, njóta umhverfisins í góðum félagsskap.
SUP Kvöldróðrarferðirnar eru tilvaldar fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt og fá bæði góða hreyfingu og frábæra skemmtun í höndum reynds SUP kennara. SUP brettin eru frábær afþreying sem hentar flestum, býður upp á möguleikan á að sitja, krjúpa eða standa og förum við vel yfir undirstöðuatriðin á brettunum áður en við leggjum í leiðangur.
Við róum um Pollinn og fer leiðarvalið eftir aðstæðum hverju sinni. Tekin verður létt „kvöldkaffi“ á leiðinni
Allur búnaður er innifalinn:
SUP bretti, ár, þurrgalli og blautskór ásamt leiðsögn.
Létt snarl verður í boði í hverri ferð.
Það eina sem þú þarft að gera:
Mæta í þægilegum fatnaði innan undir þurrgallana
Taka auka föt / lítið handklæði meðferðis.
Skráning og nánari upplýsingar á netfangi info@venturenorth.is